Erik og Andrea eru hjón...

Á laugardaginn síðasta gengu Erik bróðir og Andrea í það heilaga. Giftingin var í Háteigskirkju og veislan í Turninum í Kópavogi og tókst hvorutveggja afskaplega vel. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

 a IMG 5224
Ísak Elí kom í smá heimsókn til okkar áður en við fórum í kirkjuna og fór með okkur þangað. Hér eru þeir frændur komnir í sitt fínasta púss. Ísak Elí var klæddur eins og pabbi sinn í "sjakket" og Bjarni í smóking eins og Bjarni afi.

a IMG 5264
Hér koma brúðhjónin í veisluna, sæl og glöð. Andrea var alveg gullfalleg eins og hennar er von og vísa og Erik bróðir var líka afskaplega fínn og sætur.

IMG 5371
Helena var blómastúlka ásamt Irmu Karen systurdóttur Andreu. Axel Haukur sem er með Helenu á myndinn var hringaberi. Þau stóðu sig rosalega vel í kirkjunni og voru líka afskaplega stillt í veislunni þar sem þau sátu og lituðu myndir í stórum stíl.

a IMG 5307
Litlu piltarnir tveir voru bara merkilega stilltir í kirkjunni enda fengu þeir að raða hinu ýmsasta góðgæti upp í sig og skoða allskonar dót. Þeir voru líka ósköp góðir í veislunni þó þar hafi verið heldur meira fjör - mikið hoppað og hlaupið. Hér er Ísak Elí í stuði við matarborðið. Algjört spons!

 

IMG 5367
Það var margt góðra gesta í veislunni en það var alveg sérstaklega gaman að sjá þessa litlu hnátu sem er hér með ömmu sinni. Þetta er nefninlega hún Guðrún Helga sem býr núna í Svíþjóð með foreldrum sínum. Hún og mamma hennar komu beint úr flugi í veisluna svo við vorum að hitta þær í fyrsta skipti síðan í mars. Það er ekki laust við að barnið hafi aðeins stækkað síðan þá Smile

IMG 5395
Hér er svo ein af brúðhjónunum að skera brúðartertuna. Takið eftir sykursvönunum, þeir voru sannkallað listaverk. Og kakan var alveg hrein dásemd; kókos, súkkulaði og hindber... namm!

 Enn og aftur til hamingju elsku brúðhjón! InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Ó sætu sætu herramenn!  Ekkert smá flottir í sparifötunum   Brúðhjónin ekkert smá flott, til lukku með þau

Svava S. Steinars, 19.11.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband