Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.1.2009 | 21:10
Staðinn upp!!
Haldið þið að litla barnið okkar hafi ekki staðið upp í rúminu sínu á föstudagskvöldið síðasta! Hann var inni í rúmi að fara að sofa, sem þýðir í hans tilfelli að hann var að brölta um og kjafta við sjálfan sig. Svo allt í einu steinþagnaði hann! Ég læddist inn í herbergi til að athuga hvort hann væri sofnaður en þá mætti mér þessi sjón:
Afskaplega montinn ungur maður! Sem fannst það frekar fúlt þegar mamma hans lagði hann aftur niður í rúmið!
Já svona stækkar nú drengurinn...
19.1.2009 | 22:25
Drengur á fullu
Bjarni Jóhann er sífellt að verða duglegri að hreyfa sig. Nú er hann farinn að geta sest upp sjálfur og því er hann hættur að væla á mömmu sína ef hann lendir á maganum án þess að ætla sér það - sem er náttúrulega bara mjög gott. Í gærkvöldi þegar hann var að fara að sofa settist hann svo upp í rúminu sínu og horfði svo á mig í gegnum rimlana voða stolltur og skildi ekkert í því af hverju mamma hans hrósaði honum ekki fyrir þessar miklu framfarir! Þetta þurfti svo náttúrulega að æfa nokkrum sinnum áður en hann sofnaði - rúmri klukkustund síðar. Hann er líka að læra að það er ekki hægt að setjast upp alls staðar, t.d. ekki undir eldhússtólunum og ekki undir stofuborðinu eins og hann reyndi í morgun. Varð svo bara pirraður yfir þessu borði sem var að trufla hann og mamma varð að bjarga honum...
Amma Dísa og afi Bjarni gáfu honum nýtt leikteppi í síðustu viku sem hann er afskaplega ánægður með. Það er svo gott að veltast um á því, myndirnar á því eru skemmtilegar og svo er sko alveg rosalega flottur og risastór miði á því sem drengurinn þarf að skoða nokkrum sinnum á dag! Vonir standa svo til að hann læri að skríða innan tíðar á þessari fínu mottu. Hann er allavegana mjög duglegur að fara á fjórar fætur en veit svo ekkert hvað hann á að gera meira
Í síðustu viku gerðist svo þetta:
.... drengurinn fann á sér nasaborurnar!! Við vitum víst öll hvað það þýðir... Nefboranir B.J.H. ehf. hafa þar með verið stofnaðar og munu umsvif þeirra án efa einungis fara vaxandi næstu ár...
Meira síðar gott fólk...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2009 | 17:39
Í vinnunni hjá afa Bjarna
Við Bjarni Jóhann höfum verið að hjálpa afa Bjarna að undanförnu í vinnunni hans. Ég er að hjálpa honum að gera vörutalningu og snáðinn hjálpar honum að gera eitthvað allt annað en að vinna
Barnið er geymt í kassa þegar það er vakandi og eins og sjá má á þessari mynd líður honum bara vel í kassanum... enda í góðum félagsskap bestu vinkonu sinnar IKEA-músarinnar.
Svo kemur amma Dísa stundum við hjá okkur og þá fær snáðinn félagsskap á útileguteppinu sem hefur fengið hlutverk leikteppis í afa-vinnu. Eins og sjá má er músin góða aldrei langt undan...
En oftast er hann þó sofandi á meðan mamma er að telja og hér er ein dúllumynd af honum á leiðinni út að sofa...
Ooooooooh músímúss....
9.1.2009 | 16:50
Leikfélagar
Bjarni Jóhann og Guðrún Helga leika sér saman. Mér finnst Guðrún Helga rosalega lík mömmu sinni á þessari mynd eins og hún var á þessum aldri.
Helena sýnir Bjarna Jóhanni hvernig á að spila á tambórínuna. Sjáið hvað hann er áhugasamur nemandi!
Bjarni Jóhann og Ísak Elí "ræða" hvor eigi að spila á gítarinn og hvor á tambúrínuna í hjómsveitinni sem þeir eru að stofna. Eðli málsins samkvæmt vilja þeir báðir helst spila á það sem hinn vill vera með. Þeir verða einhverntíman góðir saman!
5.1.2009 | 12:04
7 mánaða gaur
Bjarni Jóhann er nú orðinn rétt rúmlega 7 mánaða gamall Hann er alltaf að verða meiri og meiri gaur, hoppar og skoppar í fanginu á manni, rær fram og til baka og dregur sig áfram á maganum. Hann tjáir sig mikið og rekur upp hvell óp á innsoginu og öskur af öllum lífsins kröftum sem gera alla eyrnapinna óþarfa á heimilinu.
Þetta er aðalfjörið þessa dagana - hoppiróla sem Andrea og Erik lánuðu okkur - eða honum öllu heldur. Það sem barnið getur hoppað í þessu apparati!
Lífið er ekki bara eintóm sæla þó maður sé bara 7 mánaða Það getur t.d. verið afskaplega pirrandi að vera fastur á maganum þegar maður vill í rauninni sitja, eða jafnvel láta taka sig í fangið. Merkilegt nokk finnst mömmu og pabba unginn meira að segja krúttlegur þegar hann tekur pirrgrenj... a.m.k. svona fyrstu 10 sekúndurnar...
Ikeamúsin er afskaplega góður vinur. Hún er svo einstaklega mjúk og meðfærileg og svo er hún bæði með trýni, lappir og langt skott sem gott er að japla á. Mjááááá.....
Litli ormurinn dregur sig áfram með höndunum og fer þannig um. Hann er því farinn að kanna umhverfið gaumgæfilega og smakkar hér á eldhússtól. Engum sögum fer af bragðgæðum stólsins öðrum en þeim að þau hafa ekki verið reynd aftur þó stóllinn hafi ítrekað verið skoðaður.
Að lokum er hér ein brosmynd af krúttinu Ef vel er að gáð má sjá glitta í framtennurnar í drengnum.
Læt þetta duga í bili - meira síðar!
2.1.2009 | 23:21
Annar í jólum
Annan í jólum fórum við í mat til mömmu og pabba ásamt Erik og fjölskyldu. Þar er líka alltaf góður matur og góður félagsskapur.
Krakkarnir léku sér saman - eða eins mikið saman og von er á með 4 ára, 9 mánaða og 7 mánaða börn
Þessi gutti er afskaplega duglegur, farinn að standa upp og ganga með, setjast sjálfur upp og sýna hvað hann er stór svo eitthvað sé nefnt. Algjör rúsína
Amma með ungana sína þrjá. Eins og sést er hún ekki par hrifin af þeim
Þar með var jólaboðatörninni lokið og hægt að liggja á meltunni fram að áramótum
2.1.2009 | 22:45
Jóladagur
Á jóladag fórum við í jólaboð fjölskyldu Halldórs í Keflavík. Það var haldið heima hjá Jóhanni og Karen líkt og undanfarin ár og þar var glatt á hjalla eins og endra nær. Bjarni Jóhann þarf ekki að kvarta undan skorti á athygli í þeim hópi og undi sér vel.
Herdís, Þórhanna og Karen lystakokkar sáu um veitingarnar eins og venjulega. Enda var bæði kalkúnn og hangikjöt afskaplega gott og allt meðlæti líka.
Það er engu líkara en að Bjarni Jóhann sé þarna að biðja fyrir frændsystkinum sínum, þeim Arndísi, Töru og Kristófer.
Þarna sýnir Kristófer hvernig hann er reiður. Það jók enn áhrifin að Tara og Arndís voru búnar að mála hann áður
Hérna sitja þeir frændur Kristófer og Bjarni Jóhann og leika sér með lest þess fyrrnefnda. Misjafnt hafast þeir þó að því sá eldri er að setja hana saman á meðan sá yngri reynir að hrifsa lestina af teinunum og smakka á henni.
31.12.2008 | 12:33
Fyrstu jólin
Takk kæru vinir fyrir góðar kveðjur okkur til handa hér á bloggsíðunni. Og hér koma svo jólamyndirnar af kappanum - loksins loksins segja víst sumir...
Kominn í jólafötin sem amma og afi gáfu honum. Svaka smart gæi með bumbuna út í loftið
Við vorum í mat hjá mömmu og pabba í Kleifarselinu á aðfangadag. Hér skoða Bjarnarnir jólatréð, sá yngri af sýnu meiri áhuga og andakt en sá eldri, enda aldrei séð slík herlegheit fyrr.
Svo mátti meira að segja snerta sumar kúlurnar...
Hér er hann búinn að koma sér vel fyrir í pakkaflóðinu til að geta skoðað í makindum þessa fínu glimmerjólakúlu. Ekki amalegt það...
Þegar fullorðna fólkið var búið að gæða sér á dýrindis purusteik og unginn á sætum kartöflum og gulrótum, var eldhúsið spúlað í snarheitum svo hægt væri að ráðast í það að opna pakka. Bjarni Jóhann fékk ófáa pakka og hafði gaman af að skoða þá í krók og kring. Svo heyrðist líka svo flott í þeim þegar hann sló á þá - fínustu trommur. Úr pökkunum kom margt góðra gjafa og kunnum við þeim sem gáfu bestu þakkir fyrir.
Á sérstökum hátíðis og tyllidögum er hellt upp á kaffi í "konunni" (heitir sko Cona), þessari forláta kaffikönnu sem pabbi á. Kaffið úr henni er víst sérstaklega gott, sjálf hef ég ekki smakkað það þar sem ég er önnum kafin við að sukka í malti og appelsíni þegar þetta kaffi er drukkið
Hvað segirðu amma, fékkstu þetta fína úr í jólagjöf? Ekki það nei? Mikið svakalega er það nú samt fallegt, eða hvað finnst þér afi?
Þegar búið var að opna alla pakka, drekka saman kaffi og hafa það huggulegt fórum við litla fjölskyldan heim á leið. Takk fyrir enn ein yndisleg jól mamma og pabbi!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2008 | 10:26
Myndaskammtur fyrir myndafíkla :)
Hér eru nokkrar myndir svona rétt til að svala mestu þörfinni. Maður hefur verið latur með myndavélina núna undanfarið... hugsanlega vegna jóla-anna.... hmmmm....
En eitthvað segir mér að úr því verði stórlega bætt nú á næstu dögum...
Það gengur oft ýmislegt á í matartímanum á þessum bæ og oft ekki vanþörf á að breiða vel yfir snáðann og helst hans nánasta umhverfi. Litli gæinn er ansi kresinn og hikar ekki við að sýna vanþókknun sína með kröftugu purri sem sendir graut og annað fljúgandi í allar áttir eins og úr úðabrúsa... svaka gaman...
Svo fær maður svona bros og þá gleymir maður öllu um grautarslettur og vesen... alveg þangað til maður stígur í herlegheitin á gólfinu...
Hvað haldið þið að hann sé að hugsa þarna? Ótrúlega spekingslegur þrátt fyrir grautarklessur um allt andlit
Læt þetta duga í bili, meira síðar gott fólk. Og að lokum þetta:
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári - og hér er eitt hlýlegt og gott jólaknúúús fyrir þá sem vilja...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)