Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hva... engar nýjar myndir?

Sælar elskurnar. Við stöndum í flutningum þessa dagana og því er lítill tími aflögu til myndbirtinga. Úr því verður bætt um leið og við erum komin yfir í nýja slotið. Og nei, við vorum ekki að kaupa, bara að leigja stærri íbúð.

Svo ekki hætta að kíkja við, nýjar myndir munu birtast um síðir Tounge


Fermingarveisla Fannars Guðna

Hér eru nokkrar myndir fyrir myndaþyrsta aðdáendur, sem teknar voru í fermingarveislunni ans Fannars Guðna (Logasonar, bróður Halldórs). Endilega haldið áfram að vera svona dugleg að skilja eftir spaklegar athugasemdir - það er svo skemmtilegt Tounge

IMG_2963 - Copy 
Fermingarbarnið startar veisluhöldunum. Að sjálfsögðu var veislan afskaplega vel heppnuð hjá þessu sómafólki, skemmtilegt fólk og góður matur.

IMG_3026
Tveir góðir saman með kolamola-augu. Kristófer Snær gaf sér tíma til að knúsa frænda sinn þrátt fyrir að vera í miðju kafi við að gæða sér á dýrindis konfektmola.

IMG_3071 
Bjarni Jóhann og Karen - hress og kát í veislulok.


Afmæli og annað skemmtilegt

Okkur Halldóri var boðið í 80 ára afmæli um daginn. Halldór Þormar, kollegi Halldórs úr Háskólanum, prófesor emeritus í frumulíffræði og veirufræði, hélt afskaplega fína og skemmtilega veislu í Turninum í Kópavogi. Skemmtilegt fólk og sérstaklega góður pinnamatur - getur ekki klikkað!

IMG_2889
Hér er Halldór með afmælisbarninu unglega.

IMG_2881
Það er óhætt að segja að það sé útsýni úr turninum. Veðrið var afskaplega fallegt þennan dag og maður sá vítt og breytt um nærliggjandi sveitir.

IMG_2888
Aldrei þessu vant var tekin mynd af okkur Halldóri saman. Ég nota því tækifærið og skelli henni hérna inn, ef þið skylduð hafa gleymt því hvernig við foreldrarnir lítum út. Sjáið bara hvað við erum myndarlegt fólk, ekki furða að við eigum svona fallegt barn saman, haa... LoL

IMG_2848
Talandi um barnið þá var unganum skutlað í pössun til ömmu og afa á meðan. Hér situr hann ferðbúinn á leikteppinu sínu.

Að veislu lokinni fórum við til mömmu og pabba og borðuðum með þeim og Erik og fjölskyldu.

IMG_2894
Hér eru amma og afi með alla ungana sína. Amma á greinilega fullt í fangi með að halda þessum tveimur strákormum í skefjum. Helena fylgist vel með yfir stólbakið.

IMG_2902
Og svo fékk afi stóóórt knúúús frá skottunni InLove Það er engu líkara en að hann sé bara hissa á þessum blíðuhótum en svo er nú ekki, hann er ekki óvanur því að fá knús frá þessari rúsínu.

Meira síðar gott fólk...

 


Stóóór strákur...

Blessunarlega er alltaf nóg að gera á þessu heimili (eins og sjá má t.d. á því hve dugleg húsmóðirin er að uppfæra þessa blessuðu síðu...) og heimilisfólki hér leiðist því ekki. Drengurinn er nýbúinn að vera með fyrsta alvöru kvefið sitt og þá hafði húsmóðirin nóg að gera við að snýta litlu nefi sem lak eins og botnlaust kerald úr Borgarfirði. Drengurinn var ekki par hrifinn af snýtingunum þrátt fyrir blíðleg handtök móður sinnar og sýndi og sannaði svo um munaði í hvert sinn sem hann sá snýtipappír nálgast trýnið að raddböndin voru í góðu lagi þótt nefið væri stíflað. Móðirin hafði nú aðallega eitt um þetta allt að segja; mikil lifandis ósköp sem eitt lítið nefkríli getur framleitt af hori!!

DSC07284
Hér er drengurinn að spjalla við vinkonur sínar, stúlkurnar í skápnum. Abba amma mín gerði þessar fínu dúkkur sem pilturinn er heldur betur hrifinn af og heimsækir reglulega.

Eins og ég hef sagt frá hér áður hefur Bjarni Jóhann ekki séð ástæðu til þess að svara spurningunni "hvað ertu stór?" neitt sérstaklega. Það er að segja allt þar til afi Bjarni kom hér í heimsókn og tók tal af piltinum. Meðal þess sem afi spurði ungann að var "jæja, Bjarni, hvað segirðu, ertu stór?" (sagt bara á rólegu nótunum enda átti afi ekki von á svari). Haldið þið ekki að pilturinn hafi gert sér lítið fyrir og svarað afa sínum um hæl...

DSC07280
... svooona stór!! Kallinn kunni þetta greinilega allan tímann en fannst greinilega ekki ástæða til að svara þessu fyrr en afi spurði svona kurteisislega. Grin

Eins og öllum börnum finnst Bjarna Jóhanni Cheerios afskaplega gott. Svo er það náttúrulega fullkomið til að leyfa þeim að tína upp í sig og þjálfa fínhreyfingarnar. Pilturinn fær því að sjálfsögðu nokkra hringi af og til og þeir rata undantekningarlaust allir í munninn á endanum... ja, nema þegar pabbi hans fer eitthvað að blanda sér í málin. Þá geta nú undarlegir hlutir gerst...

DSC07282
... "hmmm..." gæti pilturinn verið að hugsa þarna, "ég er viss um að ég átti eitt eftir, en hvað varð eiginlega af því?"


9 mánaða skriðdýr

Þá er litli unginn okkar orðinn níu mánaða patti. Hann er alveg kominn á fullt, skríður út um allt og stendur upp eða gerir tilraun til þess við allt sem honum dettur í hug, með misjöfnum árangri þó. Kúlur og marblettir eru komin til að vera næstu árin er ég hrædd um.

IMG_2699

Hér stendur hann við sófaborðið sem er einn af uppáhalds stöðunum hans, þar nær hann að halda sér vel í og getur labbað auðveldlega meðfram borðinu og yfir í sófann eða stólinn. Hann kann líka að setjast niður aftur, sem er gott því þá þarf hann ekki lengur að garga á mig til að koma og hjálpa sér niður. Hann gargar nú alveg nóg samt og þá á ég ekki við neitt svona venjulegt, krúttlegt garg og óp sem fylgir þessum elskum, heldur hátíðniöskur dauðans! Bless bless heyrn á hærri tíðnum... ég var hvort sem er ekkert að nota þig...

DSC07256
Svona heilsaði hann mömmu sinni í dag þegar hún kom að sækja hann úr eftirmiðdagslúrnum. Eins gott að þessi litli apaköttur var í beisli!

Kappanum finnst mjög gaman þegar hann hefur leikfélaga, hér er hann að leika með frænku sinni Guðrúnu Helgu. Þau eru nú meiri dúllurnar saman, daman og jarðýtan Grin

Þetta með að "ekki bíta hana í tærnar" kemur til vegna þess að sá stutti er algjör bitvargur þessa dagana þar sem hann er að taka 2 tennur í neðri góm. Hann á því til að skutla sér á girnilega bitstaði þegar æðið grípur hann og þar eru tær í sérstöku uppáhaldi. 

Hann kann orðið nokkur partýtrikk eins og að klappa og að hrista hausinn þegar maður segir neineinei en þessi trikk sýnir hann bara þegar honum sjálfum þóknast - ég er ansi hrædd um að þessi litli maður vilji vera sinn eiginn herra. Hann þvertekur alveg fyrir að sýna hvað hann er stór eða sterkur, finnst greinilega algjör óþarfi að vera eitthvað að monta sig af jafn augljósum atriðum. Ég náði smá myndbandi af honum í stuði í kvöld, að leika "týndur" og að hrista hausinn. Ástæðan fyrir því að hann kemur ekkert upp undir það síðasta er sú að hann hafði runnið til og gat ekki staðið upp eins og áður. Hann langað samt svo mikið til að leika að hann týmdi ekki að sleppa Smile

Svo fórum við út að leika í dag í nýja pollagallanum og nýju stígvélunum.

DSC07258
Honum leist nú bara alveg ágætlega á þetta, sérstaklega þegar hann uppgötvaði að hann gæti alveg hreyft sig í þessari múderingu og skreið af stað til að kanna heiminn. Já, svona er maður nú að verða fullorðinn...

Jæja, látum þetta gott heita af piltinum í bili... meira síðar gott fólk.


Lítið matargat

Drengurinn er alltaf að fá að smakka eitthvað nýtt. Sumt finnst honum ekkert sérstakt en annað fellur honum einstaklega vel í geð. Dæmi um slíkt er annars vegar...

DSC07206 - Copy
...kleinurnar hennar Jóhönnu frænku, pilturinn eltir mann á röndum ef hann sér mann með slíkt hnossgæti í höndunum (hér er hann búinn að leggja pabba sinn í gólfið og hugsar sér gott til glóðarinnar að fá sér bita af kleinunni hans)...

DSC07234
...og hins vegar harðfiskur, barnið er hreinlega vitlaust í harðfisk - þar líkst hann heldur betur karli föður sínum. Sjáið líka bara hvað hann er stoltur af syni sínum, sem bítur hér í bitafisk og er ekkert á þeim buxunum að sleppa!

Það má nú líka alveg sjá á drengnum að hann fær eitthvað að borða, hann er núna orðinn 75cm og 9,5 kíló.


Tvær litlar baðendur

Guðrún Helga frænka hefur núna farið tvisvar í sund í ungbarnatímann sem er á eftir okkar tíma hjá Lóló. Henni finnst það sko ekki leiðinlegt og stendur sig eins og hetja, búin að kafa og allt! Hér eru nokkrar myndir frá fyrsta sundtímanum hennar.

IMG_2636
Bjarni Jóhann fékk að vera lengur í sundi þennan dag og var afskaplega ánægður með það. Hér er hann að heilsa Guðrúnu Helgu vinkonu sinni sem er þarna komin ofan í ásamt móður sinni henni Laugu frænku.

IMG_2648 - Copy
Það vafðist nú ekki fyrir stúlkunni að standa svona fínt hjá Lóló strax í fyrsta sinn sem hún prófaði það. Ég meina, stelpan er náttúrulega snillingur...

IMG_2638
...eins og mamma hennar, sjáið bara hvað þær eru sætar og gáfulegar saman! Enda ekki skyldar mér fyrir ekki neitt, ha. Cool

IMG_2657 - Copy
Já þeim þótti nú ekki leiðinlegt að fá að leika saman í sundi krökkunum. Mömmunum leiddist það nú ekkert sérstaklega heldur...

Og svo er hérna eitt myndband af Bjarna Jóhanni að sýna listir sínar.

Sem sagt, tveir upprennandi sundgarpar hér á ferð sem eflaust eiga eftir að skemmta sér vel saman í sundi þegar fram líða stundir, rétt eins og mæður þeirra á Króknum hér í denn...


Spiladagur

Hinn árlegi spilahittingur í "hinum" spilaklúbbnum mínum var um daginn, hér hjá okkur. Það var mikið fjör og mikið gaman eins og ætíð, þó með nýju sniði núna þar sem tveir einstaklingar í klúbbnum hafa skipt sér í tvennt síðan síðast var spilað og litlu sprotarnir tveir voru núna með í fyrsta skipti utan bumbu.

IMG_2560
Það þurfti að sinna ýmsu öðru en spilamennsku en þrátt fyrir það tókst okkur að spila bæði smá af Ticket to ride og svo eitt "lítið" Carcassonne" (grunnspil + 2 viðbætur). Og raða í okkur veitingum náttúrulega, ekki má gleyma því!

IMG_2585
Börnin léku sér á gólfinu á meðan fullorðna fólkið lék sér við eldhúsborðið. Guðrún Helga fékk svo að prófa hoppukastalann og fannst hann bara mjög skemmtilegur. Bjarni Jóhann leiðbeindi henni aðeins fyrst enda þaulvanur þessu apparati.

IMG_2572
Tveir sætir. Þeir eru nú pínu líkir feðgarnir... há kollvik, bollukinnar, hökuskarð og undirhaka... eru þetta ekki norðlensku genin, þið norðanfólk? Grin

IMG_2591
Það er nú pínu svipur með þessum tveim líka... Bobbi og Guðrún Helga gera sig klár til að yfirgefa gleðskapinn...

IMG_2599
... en fyrst þurftu pabbarnir aðeins að leika sér smá með... nei afsakið, ég meina við börnin...

IMG_2603
... sem fannst það hreint ekki leiðinlegt!


Ógó gaman með ömmu :)

Það er enginn sem segir að maður geti ekki skemmt sér smá þó að maður sé lasinn. Amma Dísa kom í heimsókn að leika við strákinn og honum fannst það sko ekki leiðinlegt eins og hér sést. Þarna er kappinn með yfir 38 stiga hita svo það er spurning hvort þetta sé vottur af óráði? Annars er amma náttúrulega alveg ferlega skemmtileg... LoL


Lasinn lítill ungi

Elsku barnið er lasið í fyrsta sinn. Held hann sé með flensu litla greyið, er með hita og slappur. Svo við reynum bara að hafa það huggulegt saman á meðan hann nær þessu úr sér.

IMG_2608 - Copy


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband