Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ísbjarnarhúnn í Breiðholtinu

Lítill ísbjarnarhúnn sást á ferð í Breiðholtinu á sunnudaginn. Til allrar hamingju voru íbúar viðbúnir og náðu að fanga húninn í þar til gert burðarbúr. Athygli vakti að húnninn var með mynd af fíl tattúveraða á bringuna. Eru vísindamenn ekki sammála um merkingu þess... Tounge

DSC06567


Fyrsta afmælið - eins mánaðar gamall

Já, þessar fyrstu vikur hafa heldur betur liðið hratt og nú er unginn orðinn mánaðar gamall. Í tilefni dagsins fór hann í bað og svo í myndatöku hjá pabba Smile

DSC06547 
Afmælisbaðið - afskaplega ljúft...

DSC06557
Montinn með sig á "afmælisdaginn"


Hann er nú farinn að brosa, reyna að hlæja og hjala, fylgir manni með augunum og snýr líka höfðinu til að fylgja manni eftir, farinn að sjá fleiri liti en svart/hvítt og er farinn að "leika sér" smá (nennir að liggja og horfa á óróa og aðra slíka hluti í smá stund).

DSC06575
Sá stutti að horfa á óróann sem amma og afi gáfu honum.

Svo fékk hann pela í fyrsta skipti á mánudaginn þegar mamman brá sér af bæ og skildi þá feðga eftir heima. Halldór þurfti aðeins að plata hann til að taka pelann því hann spýtti honum alltaf út úr sér fyrst. Það var ekki fyrr en Halldór gaf honum smá mjólk með teskeið að hann fattaði að það væri kannski eitthvað að hafa úr þessu gúmmíógeði sem pabbi hans var að troða upp í hann og eftir það voru hann og pelinn vinir. Sem betur fer því það þýðir að mamman fær að fara aftur á spilakvöld Cool


Lítið er ungs manns gaman

Nú eru stundirnar á skiptiborðinu ekki lengur eintóm kvöl og pína fyrir snáðann. Mamma hans útbjó litla mynd handa honum sem honum finnst svo ljómandi skemmtileg. Um leið og maður leggur hann niður fer hann að horfa á myndina og brosa og hlæja og unir sér bara vel hvað sem öllum skiptimálum líður. Og hvaða myndefni skyldi vera svona skemmtilegt? Tvær svartar línur á hvítum fleti.

DSC06536
Kominn á skiptiborðið og farinn að horfa á myndina góðu.

DSC06535
Skellihlæjandi - ótrúlega fyndin mynd!

DSC06541
Já, mamman er greinilega mikill listamaður...


Líkur mömmu?

Hér er ein mynd af mér með mömmu minni - tekin í janúar 1974 þegar ég var 6 mánaða. Fyrir neðan er svo mynd af drengnum með afa sínum. Hvað segið þið, á ég eitthvað í snáðanum?

DSC06421 - Copy 

DSC06485


Leit stendur yfir að mynd af pabbanum á svipuðum aldri og verður hún birt hér þegar hún finnst.


17. júní

Fyrsti þjóðhátíðardagur snáðans. Eins og sjá má á myndinni var sumum ekki skemmt yfir þessu myndatökuveseni, þvertóku fyrir að halda á fánanum og voru bara með almenn leiðindi... Tounge
Við fórum svo í 17. júní kaffi til ömmu Dísu og afa Bjarna og hittum þar stórfjölskylduna Erik, Andreu, Helenu og Ísak Elí. Og eins og alltaf var það mjög ljúft að eyða deginum með þessu skemmtilega fólki.

DSC06451


Skemmtilegasti maður í heimi

Það fer ekki á milli mála hver er skemmtilegasti maður í heimi að mati snáðans, nefnilega pabbi.

DSC06445

DSC06467 

Já, það segir enginn jafn góða brandara og pabbi...


Fleiri myndir segir fólk

Já, það er víst ekki ofsögum sagt að verkefnin hlaðist á mann nú þegar barn er komið á heimilið. Gefa, skipta á bleyjum, láta ropa, hugga, þvo þvotta og kyssa og knúsa - líka pabbann InLove - að ógleymdum tveim mjög mikilvægum og tímafrekum verkefnum, nefninlega að borða og sofa. Bloggfærslur sitja því óneitanlega á hakanum - en góðar kveðjur og hvatningar hjálpa tvímælalaust til og hvetja mann til dáða - takk fyrir það þið sem eigið...
Hér eru því fleiri myndir af snáðanum.

DSC06411
Snáðinn í vagninum sínum. Nei, við erum ekki á leiðinni út (hann á útigalla, engar áhyggjur...) heldur varð að berhátta drenginn eftir að hann ældi bæði á sig og pabba sinn. Pabbi hans varð líka að skipta um föt eftir atvikið. Snáðinn var svo baðaður í kjölfarið í annað sinn á æfinni, enda pínu klístraður...

DSC06347
Köttur í bóli bjarnar... Snáðanum finnst voða gott að kúra í pabbaholu. Mömmu finnst bara voða gott að kúra...

 

DSC06349 - Copy
Er maður ekki bara að verða mannalegur?


Halldór og "Halldór Bjarni"

Ég var víst búin að lofa myndum af Halldóri með strákinn sinn. Það verður að segjast alveg eins og er að ég er hvorki jafn dugleg að taka myndir né jafn góður myndasmiður og Halldór. Vonandi bætir myndefnið það upp...

DSC06170
Halldór klæðir snáðann í fyrstu fötin. Honum leiðist það nú ekki mikið... Smile

DSC06314
Feðgar

DSC06335
Fyrsta baðið, í öruggum höndum pabba síns. Drengnum líkaði þetta bara vel.

Og svo er hérna mynd af snáðanum 9 daga gömlum þar sem hann situr í ömmustólnum frá ömmu og afa og hefur greinilega eitthvað mikið að segja um málið...

DSC06325


Börn og barnabörn

Erik og Andrea komu að kíkja á okkur í vikunni og þá voru teknar myndir af okkur systkinunum með afkvæmin. Erik er með Ísak Elí 2 mánaða og Helenu þriggja og hálfs árs. Ég sit með drenginn sem er þarna um viku gamall. Eins og sjá má get ég varla haft af honum augun, ekki einu sinni til að brosa framan í myndavélina Smile
Já, þetta er nú sannarlega fríður hópur sem mamma og pabbi eiga þarna, ekki satt?

DSC06307


Litla frænka Sydney fædd 7. júní

Lauga og Bobbi eignuðust í morgun litla stúlku úti í Ástralíu. Hún er kölluð Sydney eins og er en mun fá íslenskt nafn mjög fljótlega. Snótin var 10,5 merkur og 44,5cm, vissulega lítil á íslenskan mælikvarða en afskaplega falleg eins og þeir sjá sem heimsækja heimasíðu föður hennar; www.murenan.blog.is  Smile.
Elsku Lauga og Bobbi; innilega til hamingju með dótturina og gangi ykkur allt í haginn þarna í alltoflangtíburtistan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband