Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
3.9.2008 | 23:22
Suðurnesjamenn... og konur
Um daginn fórum við í afmæli þeirra Rakelar Jóhönnu (6 ára) og Kristófers Snæs (2 ára) Jóhannsbarna. Þar hittum við alla suðurnesjafjölskylduna og fleira fólk. Þar var að sjálfsögðu glatt á hjalla eins og ætíð þegar þetta káta fólk kemur saman. Hér eru nokkrar myndir úr afmælinu.
Afmælisbörnin Rakel og Kristófer gera sig líkleg til að blása á kertin og óska sér einhvers... t.d. að fá stóra sneið af þessari girnilegu afmælisköku.
Áblásturinn fór að sjálfsögðu fram að viðstöddum nokkrum áhorfendum; Nathan, Sigga, Chris, Jóhann, Tara, Karen, Tómas, Arndís Snjólaug og Dóri fyrir aftan. Það var eitthvað "örlítið" til af veitingum á bænum svo maður fór ekki alveg glorhungraður heim...
Afi Dóri, Herdís föðursystir og Bjarni Jóhann. Reyndar eru fjórir á myndinni því Herdís er með lítinn leikfélaga fyrir Bjarna Jóhann í bumbunni, sem á að koma í heiminn í janúar .
Bjarni Jóhann í öruggum höndum Andra Más frænda, Hersdísarsonar. Sjáið bara hvað hann tekur sig vel út sem stóri bróðir.
Upprennandi gítarhetja - Kristófer Snær fór á kostum og sýndi mikil tilþrif við gítarleik á nýja gítarinn sinn.
Erum við ekki bara sætar Ég og Þórhanna, konan hans Loga bróður Halldórs.
Stefán Karl, Bjarni Jóhann og Jóhann hafa það huggulegt saman.
Bjarni Jóhann spjallar við Chris, pabba Karenar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.8.2008 | 23:18
Þriggja mánaða
Og enn líður tíminn áfram eins og óð fluga og nú er Bjarni Jóhann orðinn þriggja mánaða. Hann fór í skoðun í dag og fékk sína fyrstu bólusetningarsprautu. Hann er orðinn 6,9 kg og 65 cm og stækkar því vel. Hann virtist ekkert finna fyrir sprautunni, brá ekki einu sinni svip þegar læknirinn stakk nálinni í bossann. Duglegi strákurinn minn
Hann er farinn að hjala meira og er orðinn háværari en áður. Hann er farinn að grípa í hluti fyrir framan sig og reyna að setja þá í munninn. Hann er ekki farinn að velta sér nema þá alveg óvart en er svona farinn að undirbúa það, fettir sig og fer á hliðina svo nú verður maður að passa hann enn betur en áður. Uppáhalds snakkið hans eru hendurnar hans og hann slefar sem aldrei fyrr.
Hér er mynd af piltinum svona í tilefni dagsins.
26.8.2008 | 22:10
Líkur pabba
Loksins komum við höndum yfir mynd af Halldóri frá því hann var ungabarn. Og viti menn, Bjarni Jóhann er bara nokkuð líkur föður sínum... eða hvað finnst ykkur?
Og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér... svona gæti snáðinn litið út á næsta ári ef hann tekur upp matarvenjur föður síns sem snemma sýndi tilþrif við eldhúsborðið .
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.8.2008 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 20:07
Myndir fyrir myndaþyrsta
16.8.2008 | 22:07
Fyrsta jeppaferðin
Við fórum með stubbinn okkar í fyrstu jeppaferðina á sunnudaginn síðasta. Reyndar fórum við bara Djúpavatnsleið, sem er fólksbílafær um þessar mundir, og komum til baka fram hjá Kleifarvatni. En við fórum á jeppanum svo við köllum þetta bara jeppaferð . Bjarni Jóhann var afskaplega stilltur alla ferðina, svaf meira og minna og vildi bara fá að drekka einu sinni. Þegar hann var búinn að drekka fórum við í smá lautarferð í mosalaut þar sem pabbi hans mokaði í sig krækiberjum á meðan við snáðinn höfðum það huggó á teppinu.
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni. Þær eru teknar á nýju myndavélina hans Halldórs sem hann keypti fyrir gjafaféð frá því hann varði doktorinn í vor.
Svona sat hann alla leiðina og fylgdist með ferðinni... neeei, bara smá grín.
Bjarna Jóhann langaði að fá að grípa aðeins í stýrið, sem var náttúrulega bara alveg sjálfsagt.
9.8.2008 | 16:05
Duglegi strákurinn okkar
Bjarni Jóhann vex og dafnar og tekur þroskaskref í hverri viku. Hér eru nokkrar myndir af stráknum að sýna listir sínar.
Bjarni Jóhann er afskaplega duglegur að halda haus af tveggja mánaða snáða að vera. Ef maður togar í hendurnar á honum þegar hann liggur út af sest hann upp og stendur svo upp eins og fínn maður. Þessi mynd er frá því þegar hann gerði þetta í fyrsta skiptið fyrir rúmum 2 vikum að mig minnir. Hann var ekkert smá ánægður með sjálfan sig þegar hann gerði þetta - foreldrarnir voru ekki síður stoltir
Að steypa silfurhnappa er nokkuð sem Bjarni Jóhann er afskaplega duglegur við. Þetta dundar hann sér við að gera í tíma og ótíma, foreldrum sínum til mikillar ánægju. Smekkjaforðinn dugir tæplega á milli þvotta til að taka við framleiðslunni . Þess má geta að móðir hans var ákaflega mikill silfurhnappasmiður á sínum tíma en hefur nú misst niður þennan geðþekka hæfileika.
Á kvöldin er lesið fyrir snáðann áður en hann fer að sofa. Eins og sjá má á myndinni er mikið spáð og spegúlerað í myndirnar og hlustað af athygli á söguna. Í þessari bók finnst honum alveg sérlega skemmtilegt að skoða myndirnar af því þegar Snúður dýfir sér í málningafötuna og breytist í bláan kettling. Forsíðan er líka sérlega skemmtileg svona fallega gul.
Bjarni Jóhann er afskaplega brosmildur þegar þannig liggur á honum. Hann brosir alveg sérstaklega mikið þegar hann er nývaknaður og úthvíldur og sér mömmu sína, þessa elsku, vera að koma og sækja sig í bleyjuskipti og matartíma. Þá er líka mikið hjalað og stutt í hláturinn (sem ekki er orðinn alvöruhlátur ennþá). Á þessum stundum er hann afskaplega líkur pabba sínum, sem er brosmildasti maður sem ég þekki.
Hann líkist móður sinni hins vegar meira þegar hann er eitthvað þreyttur því þá ræður yglibrúnin ríkjum eins og sést á myndinni hér að neðan. Þá sekkur hann í djúpa þanka og spáir mikið í málin og þá getur það kostað töluverða fyrirhöfn að ná fram brosi hjá honum... sem þó tekst yfirleitt á endanum.
Læt þetta nægja í bili elskurnar. Takk fyrir allar kveðjur, það er alltaf mjög gaman að fá smá línu frá ykkur í skilaboðaskjóðuna undir færslunum.
5.8.2008 | 13:22
Verslunarmannahelgin
Við áttum alveg yndislega helgi í faðmi fölskyldunnar nú um verslunarmannahelgina. Við fórum austur á föstudaginn í bústaðinn til mömmu og pabba þar sem þau voru ásamt Helenu. Á laugardaginn komu svo Erik, Andrea og Ísak Elí og gistu líka eina nótt. Það fór afskaplega vel um okkur í sveitinni og maður kemur vel hvíldur úr svona vist, sérstaklega í ljósi þess að Bjarni Jóhann svaf báðar næturnar í rúmar 6 klst samfellt! Þetta er að verða svo stór strákur .
Á laugardaginn komu María og Jón Haukur, foreldrar Andreu, í heimsókn og drukku með okkur kaffi. Um kvöldið var svo varðeldur, samsöngur og harmonikkuleikur á sameiginlega svæðinu. Við kíktum þangað en ég staldraði ekki lengi við þar heldur skildi partýdýrin eftir, þ.e. Halldór, mömmu og pabba, og fór með strákinn heim í bústað í sófapartýið með Erik og fjölskyldu . Já, við systkinin erum víst þekkt fyrir margt annað en að vera partýfólk... en komið með gott spil og sælgætisskál og þá er ég til í tuskið!
Fjölskyldan góða - vantar bara Halldór sem vitaskuld tók myndina.
Að róla með Andreu og Ísak Elí.
Svo er voða gott að slappa af og lesa góða bók...
1.8.2008 | 14:02
Tveggja mánaða gamall
Já tíminn flýgur og nú er snáðinn orðinn tveggja mánaða. Hann stækkar og þroskast og er nú orðinn 6,2 kg og 61,5cm (vorum að koma úr vigtun). Hann er farinn að hjala og hlæja meira og nagar nú á sér hendurnar í gríð og erg. Því fylgir mikið slef og einnig rekur litli snillingurinn stundum fingurna á sér upp í kok og kúgast heil ósköp . Svo er hann farinn að setjast upp og standa svo upp ef maður togar í hendurnar á honum - þá er minn sko montinn með sig! Bakæfingarnar tóku einnig nýja stefnu nú í vikunni þegar hann allt í einu gat reist höfuðið sæmilega frá gólfinu og þá hættu nú vælurnar sem annars höfðu fylgt þessum æfingum. Svei mér þá ef hann brosti ekki bara...
Þetta eru svona helstu fréttirnar af Bjarna Jóhanni í bili, læt hér svo fylgja eina mynd fyrir myndaþyrsta...
Á leið í 90 ára afmæli Halls langafa 20. júlí.
Fleiri myndir síðar...
25.7.2008 | 12:20
Fleiri myndir
Hér koma nokkrar nýjar myndir af Bjarna Jóhanni og fleira góðu fólki.
Bjarni Jóhann tekur við titlinum "Best Celtic Dribbler" af frænda sínum Kristófer í Keflavík. Miðað við svipinn á snáðanum þykir honum þetta heldur vafasamur heiður...
Kristófer Snær og Rakel Jóhanna Jóhannsbörn með snáðanum.
Bjarni Jóhann heilsar upp á langömmu og langafa. Ekker er annað að sjá en að vel fari á með þeim.
Á leiðinni út í bíl með mömmu.
15.7.2008 | 15:46
Halló heimur, hér kemur Bjarni Jóhann!
Snáðinn hefur fengið nafn. Já, það hafðist á endanum að taka ákvörðun, en þeir sem til þekkja vita sjálfsagt að húsmóðirin á heimilinu þjáist á stundum af valkvíða... Það sama er sem betur fer ekki að segja um húsbóndann...
Bjarni Jóhann varð sem sagt niðurstaðan. Bjarni í höfuðið á pabba mínum og Jóhann í höfuðið á bróður Halldórs og líka í höfuðið á langafa mínum, pabba Eriks afa.
Bjarni Jóhann dafnar bara vel, var orðinn 5,6 kg og 59cm við sex vikna skoðun í síðustu viku. Hér eru nokkrar myndir af piltinum og fleira góðu fólki:
Með Bjarna afa, Helenu og Ísak Elí. Það er rétt svo að afi nái utan um þennan föngulega hóp.
Bjarni Jóhann spjallar við Jóhann frænda - greinilega afar skemmtilegar umræður. Enda er Jóhann föðurbróðir með sama húmor og pabbi...
Með Ömmu Hafdísi og Ísak Elí. Amma er nú pínu montin með strákana sína...
Ísak Elí og Bjarni Jóhann. Sést nokkuð að það munar tveimur mánuðum á þeim? Bjarni Jóhann lætur sér að minnsta kosti fátt um finnast.
Helena stóra frænka passar okkur strákana. Það mætti segja mér að það verði ekki alltaf svona rólegt yfir tríóinu okkar...
Bjarni Jóhann brosir blítt til mömmu sinnar... hver getur staðist svona bros?